Handbolti

Fréttamynd

Sel­foss aftur upp í deild hinna bestu

Selfoss tryggði sér í kvöld deildarmeistaratitilinn í Grill-66 deildinni og þar sem farseðil upp í Olís-deildina að ári. Selfoss hefur haft mikla yfirburði í deildinni og ekki enn tapað leik.

Handbolti
Fréttamynd

Sjö mörk frá Ómari Inga dugðu ekki til

Íslendingahersveit Magdeburg sótti Hannover heim í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Magdeburg þurfti nauðsynlega á sigri að halda en liðið er í harðri toppbaráttu við Füchse Berlin sem er í efsta sæti.

Handbolti
Fréttamynd

FH-ingar biðu af­hroð í Slóvakíu og eru úr leik

Eftir að hafa unnið fyrri viðureignina gegn Tatran Presov, sem einnig fór fram í Slóvaíku, með fimm mörkum snérist allt í höndunum á FH-ingum í kvöld en liðið tapaði með átta mörkum og er því úr leik í Evrópubikaranum.

Handbolti
Fréttamynd

Mikil­vægur sigur hjá læri­sveinum Óla Stef

Ólafur Stefánsson stýrði Aue til sigurs í þýsku B-deildinni í handbolta í kvöld. Liðið vann gríðarlega mikilvægan fjögurra marka sigur á Ludwigshafen. Þá stóð Sveinbjörn Pétursson vaktina í marki liðsins.

Handbolti
Fréttamynd

Dagur yfir­gefur von­svikna Japani

Handboltaþjálfarinn Dagur Sigurðsson er hættur þjálfun japanska karlalandsliðsins sem hann hefur stýrt frá árinu 2017, þrátt fyrir að samningur hans hafi náð fram yfir Ólympíuleikana í sumar.

Handbolti
Fréttamynd

At­kvæða­miklar í öruggum sigri

Aldís Ásta Heimisdóttir og Jóhanna Margrét Sigurðardóttir áttu stórleik þegar Skara vann öruggan tíu marka sigur á Hallby í sænsku úrvalsdeild kvenna í handbolta.

Handbolti
Fréttamynd

Óðinn fær sam­keppni um mark ársins frá franskri konu

Franska handboltakonan Lucie Granier skoraði magnað mark í Meistaradeildinni um helgina og mark sem fékk um leið samfélagsmiðla til að rifja upp frábært mark íslenska landsliðsmannsins Óðins Þór Ríkharðssonar frá því á EM í Þýskalandi.

Handbolti
Fréttamynd

Ómar Ingi marka­hæstur í bikarsigri

Ómar Ingi Magnússon átti stórleik í liði Madgeburg þegar liðið tryggði sig örugglega áfram í þýska bikarnum. Ómar skoraði átta mörk í 34-24 sigri liðsins á Rhein-Neckar Löwen.

Handbolti
Fréttamynd

Botn­lið KA/Þórs stóð í topp­liðinu

Topplið Vals hélt norður yfir heiðar í dag og sótti botnlið KA/Þórs heim í Olís-deild kvenna í dag. Lokatölur urðu 23-26 en heimakonur minnkuðu muninn í tvígang í eitt mark undir lok leiksins.

Handbolti
Fréttamynd

Björg­vin Páll eyðir ó­vissunni

Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkmaður í handbolta, hefur tilkynnt að hann muni ekki gefa kost á sér í forsetakosningunum í sumar. Hann dreymir þó um að verða forseti, en ekki núna.

Innlent
Fréttamynd

Svíar tóku bronsið

Svíþjóð tryggði sér bronsið í leiknum um þriðja sætið gegn Alfreð Gíslasyni og læirsveinum hans á Evrópumeistaramótinu nú rétt í þessu.

Handbolti
Fréttamynd

Díana Dögg marka­hæst í tapi

Zwickau tapaði með tveggja marka mun gegn Wildungen í þýsku úrvalsdeild kvenna í handbolta í kvöld. Díana Dögg Magnúsdóttir var markahæst í tapliðinu.

Handbolti
Fréttamynd

Handboltapar á von á barni

Handboltaparið Sandra Erlingsdóttir og Daní­el Þór Inga­son eiga von á sínu fyrsta barni sam­an í lok sumars. Parið deildi gleðifréttunum í sameiginlegri færslu á Instagram. 

Lífið